aðal- og deiliskipulagsbreyting fyrir skíðasvæði Bláfjalla
Ölfus/Grafningur
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 753
29. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2019 var lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss dags. 29. október 2019 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur á tillögu dags. 9. september 2019 að skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag. Lýsingin er vegna stækkunar á skíðasvæði Bláfjalla til austurs þar sem brekkur, göngubraut og ný diskalyfta verður í landi Ölfuss. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2019.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2019 samþykkt.