breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 88A, 90 og 92A við Hverfisgötu
Reitur 1.174.0, Landsbankareitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 628
7. apríl, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. febrúar 2017 var lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf., mótt. 25. janúar 2017, um að breyta deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits, vegna lóðanna nr. 88A, 92 og 94-96 við Hverfisgötu sem felst í að lóð Hverfisgötu 92 stækkar og lóð Hverfisgötu 94-96 minnkar á móti, bindandi byggingarlína bakgarðsmegin er fjarlægð við lóðarmörk Hverfisgötu 92 og Hverfisgötu 94-96, samskonar bindandi byggingarlína er stytt milli Hverfisgötu 88A og 92, stækkaðir eru byggingarreitir á lóð Hverfisgötu 88, byggingarreitur á Hverfisgötu 92 (bakhús) stækkar um 1 metra til vesturs, göngukvöð um inngarð er fjarlægð og sérafnotareitur norðan bakhúss Hverfisgötu 92 afnumin, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf., dags. 25. janúar 2017. Einnig er lögð fram tillaga Batterísins arkitekta ehf., dags. 15. janúar 2017.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.