breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 88A, 90 og 92A við Hverfisgötu
Reitur 1.174.0, Landsbankareitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 563
20. nóvember, 2015
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Halldórs Eiríkssonar í umboði eigenda, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, sem afmarkast af Vitastíg, Hverfisgötu, Barónsstíg og Laugavegi., skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015, breyttir 24. ágúst 2015. Breytingin nær til allra lóða á reitnum og umtalsverðar breytingar verða gerðar á lóðarmörkum og nýtingarhlutföllum. Markmið hennar er að styrkja húsavernd og götumyndir eldri húsa á vesturhluta reitsins ásamt því að vernda götumynd Laugavegar í meira mæli en nú er. Samhliða því er uppbygging randbyggðs íbúðarhúsnæðis heimil á miðbiki og austari hluta reitsins umhverfis inngarða. Tillagan var auglýst frá 5. október til og með 16. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ath. Páll Eggerz, dags. 3. nóvember 2015 og Fortis lögmannsstofa f.h. Gullsmíðaverslunar Hjálmars Torfa ehf., dags. 13. nóvember 2015.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.