Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Rauðagerðis. Í breytingunni felst að fækka gestabílastæðum úr tveimur í eitt og færa bílastæðið á annan stað í botnlanga götunnar, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. maí 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 5. júní til og með 3. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Draupnir lögfr. f.h. Sigþórs Sigurjónssonar, dags. 16. júní 2015, ásamt viðbótargögnum, Guðrún Guðjónsdóttir og Benedikt Þórisson, dags. 30. júní 2015, Helgi K. Pálsson, dags. 3. júlí 2015, undirskrift íbúa að Rauðagerði 41 - 59 sem fengu sent kynningarbréf, dags. 29. júní 2015 og Guðmundur G. Þórarinsson, dags. 2. júlí 2015. Eftir að athugasemdarfresti lauk barst athugasemd Lausna ehf. f.h. Helga K. Pálssonar, dags. 10. júlí 2015.