Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar, dags. 30. janúar 2017, að deiliskipulagi Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi. Deiliskipulagið nær yfir Kringlumýrarbraut og nærumhverfi hennar, frá Miklubraut að frárein upp á Bústaðaveg. Í tillögunni felst að komið er fyrir forgangsleið fyrir almenningssamgöngur í norður- og suðurátt ásamt því að skilgreina hjóla- og gönguleið og hljóðvegg meðfram lóðum við Stigahlíð. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 30. janúar 2017 og hljóðvistarskýrsla dags. 10. febrúar 2017. Tillagan var auglýst frá 1. mars til og með 20. apríl 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Edda Ýr Garðarsdóttir. dags. 5. mars 2017, Kristín Vala Erlendsdóttir, dags. 21. mars 2017, Valþór Druzin Halldórsson, dags. 27. mars 2017, Hallgrímur S. Sveinsson, dags. 12. mars 2017, þrjár sendingar 21. apríl og ein sending 22. apríl 2017, húsfélagið Stigahlíð 45-47 og Bakarameistarinn ehf., dags. 19. apríl 2017, og 56 íbúar við Stigahlíð, dags. 20. apríl 2017. Einnig er lögð fram umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna, dags. 11. apríl 2017 og umsögn Hverfisráðs Hlíða, dags. 5. maí 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 28. apríl 2017 og er nú lagt fram að nýju.