Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. október 2016, vegna fyrirhugaðar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi sem felst í að koma fyrir göngu- og hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut að vestanverðu og bæta hljóðvist fyrir íbúðabyggð vestan Kringlumýrarbrautar með hljóðvegg. Einnig verður gert ráð fyrir forgangsakrein fyrir Strætó í báðar áttir. Kynning stóð til og með 19. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn umsagnir/ábendingar: Karl Thoroddsen f.h. stjórnar Íbúasamtaka 3 hverfis, dags. 18. desember 2016, Guðfinna Hákonardóttir f.h. 49 íbúa við Stigahlíð, undirskriftalisti, dags. 18. desember 2016, Andri Sigþórsson f.h. Suðurver ehf., dags. 19. desember 2016 og Bakarameistarinn Suðurveri, dags. 19. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 7. desember 2016, tölvupóstur Vegagerðarinnar, dags. 12. desember 2016 og umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna, dags. 19. desember 2016.