breyting á deiliskipulagi
Reitur 1.172.0 Brynjureitur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 789
18. september, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0 sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg. Í breytingunni felst að mörkum deiliskipulagsins er breytt á þann hátt að í stað þess að mörkin liggi í miðri götu eru þau færð inn að lóðarmörkum við Laugaveg, Klapparstíg og Vatnsstíg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 16. september 2020.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.