breyting á deiliskipulagi
Reitur 1.172.0 Brynjureitur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 541
5. júní, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0, Brynjureits, samvæmt uppdr. Ark Studio ehf. og Urban arkitekta ehf. 14. apríl 2015. Deiliskipulagsbreytingin felst í að samræma þann hluta deiliskipulags Brynjureits, stgr. 1.172.0, sem samþykkt var 2003 og 2006 þeim deiliskipulagsbreytingum sem tóku gildi árið 2013, en breytingarnar náðu aðeins til lóðanna Laugavegs 23/ Klapparstígs 31, Laugavegs 27a/ Hverfisgötu 40 - 42 og Laugavegs 27b /Hverfisgötu 44. Breytingar eru uppfærðar og skipulagsskilmálar alls reitsins eru endurskoðaðir og samræmdir. Auk þess er nú gert ráð fyrir breytingum á lóðum að Laugavegi 27 og 29 vegna laga um menningarminjar sem tóku gildi 1. janúar 2013. Tillagan var kynnt frá 12. maí til og með 28. maí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Logos lögmannsþjónusta f.h. húsfélagsins að Klapparstíg 29 og Rakarastofunnar Klapparstíg ehf. ásamt uppl.gögnum. dags. 27. maí 2015.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.