breyting á deiliskipulagi
Reitur 1.172.0 Brynjureitur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 414
5. október, 2012
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram að nýju erindi Laugavegsreita ehf. dags. í mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Brynjureits 1.172.0. Í breytingunni felst uppbygging á Brynjureit samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum arkitektur.is dags. 12. september 2012. Skipulagssvæðið afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg Hverfisgötu og Vatnsstíg. Tillagan var kynnt til og með 4. október 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar/athugasemdir: Sigríður Hanna Jóhannesdóttir f.h. þriggja íbúða að Vatnsstíg 3 dags. 3. október, Atli Már Bjarnason dags. 3. október, Logos Lögmannsþjónusta f.h. Erlendar Gíslasonar dags. 4. október, K. Einarsson og Björnsson ehf., Runólfur Kristinsson og Guðberg Kristinsson dags. 4. október og Sigurpáll Grímsson dags. 4. október 2012.
Svar

Athugasemdir og ábendingar kynntar.