breyting á deiliskipulagi
Reitur 1.172.0 Brynjureitur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 802
18. desember, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0 sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg. Í breytingunni felst að mörkum deiliskipulagsins er breytt á þann hátt að í stað þess að mörkin liggi í miðri götu eru þau færð inn að lóðarmörkum við Laugaveg, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 21. september 2020. Tillagan var auglýst frá 30. október 2020 til og með 11. desember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.