breyting á deiliskipulagi vegna reits e3
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 802
18. desember, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 15. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit e3 í suðurátt til að rúma verkstæði og vélageymslu ásamt aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 12. júní 2020 br. 17. desember 2020. Tillagan var auglýst frá 30. október 2020 til og með 11. desember 2020. Eftirtaldir sendu umsögn/athugasemdir: Veitur dags. 10. desember 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2020.
Svar

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2020, sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr.1020/2019.