(fsp) breyting á deiliskipulagi
Háskóli Íslands, Vísindagarðar
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 764
6. mars, 2020
Annað
‹ 467916
467937
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 2. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða. Í breytingunni felst að suðaustan við svæðið er byggingarreit útisvæðis bætt við. Útisvæðið verður afgirt með 4 metra háu grindverki og verður gert ráð fyrir færanlegum gámaeiningum á svæðinu ásamt því að kælitækjum verður fjölgað. Lóð G stækkar um 18 fm. á horni Sæmundargötu og Eggertsgötu og skilmálatafla fyrir lóð G breytist, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 26. ágúst 2019.
Svar

Lagfærð bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 21. febrúar 2020.
Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bjargargötu 1 og Sæmundargötu 2.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.