(fsp) breyting á deiliskipulagi
Háskóli Íslands, Vísindagarðar
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 608
4. nóvember, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. nóvember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða verslunar- og skrifstofuhús sem hýsa mun frumkvöðlasetur sem tengir fyrirtæki og vísindasamfélag í Vísindagörðum á lóð nr. 6 við Sturlugötu.
Erindi fylgir skýrsla um byggingareðlisfræði og orkuramma, greinargerð með burðarvirkishönnun, greinargerðir um hönnunarforsendur lýsingar og lagnakerfa og greinargerðir um hljóðvist og brunahönnun allt frá verkfræðistofunni Eflu dags. í október 2016 ásamt greinargerð hönnuðar um aðgengi dags. í október 2016. Stærð, A+B rými: 8.683,2 ferm., 30.236 rúmm. Gjald kr. 10.100
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.