(fsp) breyting á deiliskipulagi
Háskóli Íslands, Vísindagarðar
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 769
17. apríl, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 2. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða. Í breytingunni felst að suðaustan við svæðið er byggingarreit útisvæðis bætt við. Útisvæðið verður afgirt með 4 metra háu grindverki og verður gert ráð fyrir færanlegum gámaeiningum á svæðinu ásamt því að kælitækjum verður fjölgað. Lóð G stækkar um 18 fm. á horni Sæmundargötu og Eggertsgötu og skilmálatafla fyrir lóð G breytist, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 26. ágúst 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. mars 2020 til og með 8. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.