(fsp) breyting á deiliskipulagi
Háskóli Íslands, Vísindagarðar
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 336
4. febrúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsstjóra 26. nóvember 2010 var lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Auglýsing stóð yfir frá 31. apríl 2010 til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. október 2010. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulagsráðs.