breyting á deiliskipulagi
Álfaland 6
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 534
10. apríl, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 15. janúar 2015 f.h. Reykjavíkurborgar varðandi breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 6 við Álfaland. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni og færsla á byggingarreit vörugeymslu, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. janúar 2015. Einnig er lagt fram umboð skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 26. janúar 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 29. janúar til og með 26. febrúar 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: íbúar Álfalandi og Álandi dags. 19. febrúar 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 27. febrúar 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108725 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006516