Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. október 2016 var lögð fram umsókn M fasteigna ehf., mótt. 21. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-6 við Kirkjustétt. Í breytingunni felst að að hækka húsið um eina hæð og gera að hámarki 20 íbúðir á 2. og 3. hæð ásamt endurskoðun á bílastæðaskilmálum á lóð, samkvæmt uppdrætti VA arkitekta ehf., dags. 31. ágúst 2016. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdrætti VA arkitekta ódags. sem sýnir fyrirkomulag og fjölda íbúða. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs, þegar samþykki meðlóðarhafa liggur fyrir. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1111/2014.