Á fundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að færa til vesturs um tvo metra, byggja viðbyggingu að Njálsgötu 20, hækka um eina hæð, byggja kvisti, endurbyggja og minnka bílskúr og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014. Stærð verður: 237,1 ferm., 680,6 rúmm. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.823
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 15, 15A, 16, 17, 19 og 20 og Bjarnarstíg 1