framkvæmdaleyfi
Hlemmur og nágrenni
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 874
23. júní, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2022 var lögð fram umsókn Skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 13. júní 2022 um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar götuhluta Laugavegs sem liggur frá Hlemmi að Snorrabraut í samræmi við framkvæmdamörk á yfirlitsteikningu. Endurnýja á núverandi fráveitulögn með tvöföldu kerfi regnvatns og skolps. Fyrirliggjandi heimæðar og niðurföll tengd nýja kerfinu auk nýrra svelgja í regnbeðum. Hluti hitaveitulagna í götustæði endurnýjaðar. Einnig verður götukassi endurnýjaður og gengið frá gróðurbeðum blágrænna lausna, nýrri hellulögn í gang- og götustæði, nýju snjóbræðslukerfi undir hellulögn og fæðistrengjum rafmagns í jörðu sem verða tengdir bráðabirgðagötulýsingu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2022.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2022. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.