framkvæmdaleyfi
Hlemmur og nágrenni
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 761
7. febrúar, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Snorrabraut - Hlemmur. Götureiturinn afmarkast af Hverfisgötu, Hlemm, Laugavegi og Snorrabraut. Vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni - umferðarskipulag og stækkun, er gerð tillaga að afmörkun nýs deiliskipulagi fyrir Snorrabraut - Hlemm, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2019. Tillagan var auglýst frá 16. desember 2019 til og með 29. janúar 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 29. janúar 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. janúar 2020 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. a- lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar nr. 1020/2019.