breyting á skilmálum deiliskipulags
Reitur 1.241.0 og 1, Hampiðjureitir
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 757
10. janúar, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2019 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Hlemmur + 1.241.0, 1.241.1 Hampiðjureitir". Í breytingunni felst að skilgreina nánar heimild í deiliskipulagi vegna minniháttar breytinga varðandi kvisti og svalir. Tillagan var auglýst frá 2. október 2019 til og með 13. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Friðbert Hafþórsson dags. 13. nóvember 2019, Kjartan Ingvarsson f.h. húseiganda að Mjölnisholti 6 og 8 dags. 13. nóvember 2019 og Kristín H. Hálfdánardóttir og Matthías Sigvaldason dags. 13. nóvember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. nóvember 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.