framkvæmdaleyfi
Reynisvatnsás, malarstígur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 874
23. júní, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dagsett 23.06.2022, ásamt uppfærðri tillögu að skilmálabreytingu, dagsettri 17.06.2022, sem viðbrögð við athugasemdum. Í breytingunni felst að heimild er gefin að skorsteinar og loftnet nái upp fyrir skilgreindar hámarkshæð húsa. Tillagan var auglýst frá 23. mars 2022 til og með 11. maí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kjartan Lilliendahl og Sigríður Bragadóttir dags. 1. maí 2022, Vörður Ólafsson og Svanborg Gústafsdóttir dags. 8. maí 2022, Íbúasamtök Úlfarsárdals dags. 8. maí 2022, Björn Ingi Björnsson dags. 8. maí 2022, Hilmar Karlsson dags. 8. maí 2022 og Þórður Antonsson dags. 9. maí 2022. Einnig er lagt fram bréf íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 27. september 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. maí 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs til afgreiðslu.