Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2013 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. mars 2013 ásamt bréfi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 14. febrúar 2013 þar sem farið er fram á að Skipulagsstofnun leiðbeini Reykjavíkurborg um nauðsyn þess að breyta deiliskipulagi fyrir Staðarhverfi vegna þeirrar ákvörðunar Reykjavíkurborgar að grunnskóli Staðahverfis skuli aðeins þjónusta hluta grunnskólabarna, samanber rökstuðningi ráðuneytisins í bréfi. Skipulagsstofnun beinir því til skipulagsyfirvalda Reykjavíkurborgar að breyta skipulagsskilmálum deiliskipulags er varðar grunnskóla Staðahverfis. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.