bréf skipulagsstofnunar
Staðahverfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 438
12. apríl, 2013
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2013 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. mars 2013 ásamt bréfi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 14. febrúar 2013 þar sem farið er fram á að Skipulagsstofnun leiðbeini Reykjavíkurborg um nauðsyn þess að breyta deiliskipulagi fyrir Staðarhverfi vegna þeirrar ákvörðunar Reykjavíkurborgar að grunnskóli Staðahverfis skuli aðeins þjónusta hluta grunnskólabarna, samanber rökstuðningi ráðuneytisins í bréfi. Skipulagsstofnun beinir því til skipulagsyfirvalda Reykjavíkurborgar að breyta skipulagsskilmálum deiliskipulags er varðar grunnskóla Staðahverfis. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til meðferðar skrifstofu sviðsstjóra.