breyting á deiliskipulagi
Frakkastígur - Skúlagata
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 531
13. mars, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing fyrir hluta Skúlagötusvæðis dags. 30. nóvember 2014 um 1 ha. svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og opið og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar sem nær frá Skúlagötu 9 í vestri að Skúlagötu 13. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 5. janúar 2015, umsögn Skipulagsstofnunar dags. 9. janúar 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar: ASK arkitektar, Páll Gunnlaugsson, f.h. Olís dags. 29. janúar 2015 og stjórn húsfélagsins Skuggahverfi 2-3 dags. 29. janúar 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 6. mars og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs