(fsp) stækkun veitingastaðar
Laugavegur 30
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 504
15. ágúst, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2014 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. júlí 2014 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um beiðni VSH-Eigna ehf. um rekstrarleyfi í flokki III fyrir veitingastaðinn Dillon, Laugavegi 30. Sótt er um veitingatíma áfengis til kl. 01:00 virka daga og til kl. 03:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags. Einnig er sótt um leyfi til útiveitinga til kl. 22:00. Óskað er umsagnar umhverfis-og skipulagssviðs. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2014.
Svar

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2014.