Niðurrif
Borgartún 34-36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 885
19. september, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Gunnars Sigurðssonar dags. 9. maí 2021 ásamt minnisblaði dags. 30. apríl 2021 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarmagn er aukið og íbúðum fjölgað, samkvæmt uppdráttum (5 uppdr.) Tvíhorfs ehf. dags. 3. júní 2021, br. dags. 28. janúar 2022. Einnig er lögð fram greinargerð Andakt arkitekta dags. 28. janúar 2022 þar sem gerð er grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa síðan tillagan var samþykkt í kynningu m.a. hefur íbúðum fækkað um 2, úr 102 í 100, og salar- og hámarkshæð hækkað um 1-1,65 m. Tillagan var auglýst frá 10. maí 2022 til og með 23. júní 2022. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Undirskriftarlisti 58 íbúa við Sóltún dags. 14. júní 2022, Willy Kristensen dags. 18. júní 2022, Erna Hákonardóttir Pomrenke og Gernot S Pomrenke dags. 19. júní 2022, Björn Snæbjörnsson f.h. Einingar-Iðju dags. 19. júní 2022, Helga Þórný Albertsdóttir dags. 19. júní 2022, Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir f.h. FOS-Vest dags. 20. júní 2022, Emil Gústafsson f.h. VR dags. 21. júní 2022, Bessi Skírnisson og Eiríksína Þorsteinsdóttir dags. 21. júní 2022, Klemens Sigurðsson og Halldóra Halldórsdóttir dags. 22. júní 2022, Hjalti Egilsson og Birna Jensdóttir dags. 22. júní 2022, Árdís Ívarsdóttir og Guðmundur Ingi Kristjánsson dags. 22. júní 2022 og Dýrfinna Sigurjónsdóttir og Guðni Sveinn Theodórsson dags. 23. júní 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.