Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Björns Skaptasonar, mótt. 25. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún. Í breytingunni felst að lóðin er stækkuð til suðurs og vesturs, heimiluð er fjölgun íbúða en sett kvöð um verslunarrými á 1. hæð við Sóltún, bílastæði verða flest neðanjarðar, heimilt verður að hækka hluta húsanna, auka nýtingarhlutfall og rífa öll húsin á lóðunum, samkvæmt uppdr. Atelier Arkitekta slf., dags. 7. mars 2017. Einnig er lögð fram greinargerð Mannvits um hljóðvist, dags. 9. september 2016. Tillagan var auglýst frá 24. mars til og með 5. maí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhanna Oddný Sveinsdóttir f.h. stjórnar húsfélags Sóltúns 30, dags. 26. apríl 2017 og Wilhelm Wessman f.h. stjórnar húsfélagsins að Sóltúni 11-13 , dags. 4. maí 2017. Einnig er lögð fram umsögn hverfisráðs Laugardals, dags. 25. apríl 2017.