Niðurrif
Borgartún 34-36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 800
4. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2020 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar dags. 6. nóvember 2020 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún sem felst í fjölgun íbúða um 19 íbúðir þ.e. úr 91 í 115, lækkun á hámarkshæð byggingarinnar í 8 hæðir , víkja frá kröfu um stærð íbúða efst í stigagöngum, tilslökun á forskrift að útliti og efnisnotkun, tilfærslu á geymslum og bílageymslum milli hæða, uppfærslu á bílastæðabókhaldi miðað við fjölda íbúða og tilslökun á lá- og lóðréttum byggingarreitum, samkvæmt fyrirspurnartillögu Tvíhorf ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020 samþykkt.