Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2020 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar dags. 6. nóvember 2020 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún sem felst í fjölgun íbúða um 19 íbúðir þ.e. úr 91 í 115, lækkun á hámarkshæð byggingarinnar í 8 hæðir , víkja frá kröfu um stærð íbúða efst í stigagöngum, tilslökun á forskrift að útliti og efnisnotkun, tilfærslu á geymslum og bílageymslum milli hæða, uppfærslu á bílastæðabókhaldi miðað við fjölda íbúða og tilslökun á lá- og lóðréttum byggingarreitum, samkvæmt fyrirspurnartillögu Tvíhorf ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2020.