Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. maí 2020 var lögð fram umsókn Björns Skaptasonar dags. 30. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 34-36 við Borgartún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, hækkun á nýtingarhlutfalli og fjölgun íbúða um 5 úr 86 í 91, samkvæmt uppdr. Atelier Arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til skipulags- og samgönguráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.