Niðurrif
Borgartún 34-36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 612
2. desember, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Björns Skaptasonar, mótt. 25. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún. Í breytingunni felst að lóðin er stækkuð til suðurs og vesturs, heimiluð er fjölgun íbúða en sett kvöð um verslunarrými á 1. hæð við Sóltún, bílastæði verða flest neðanjarðar, heimilt verður að hækka hluta húsanna, auka nýtingarhlutfall og rífa öll húsin á lóðunum, samkvæmt uppdr. Atelier Arkitekta slf., dags. 11. nóvember 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Mannvits um hljóðvist, dags. 9. september 2016.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.