4A - Breyta burðarvirki - klæðning
Brautarholt 4-4A
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 701
19. október, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að endurskipuleggja 2. og 3. hæð, stækka 4. hæð yfir svalir til suðurs og innrétta þar 11 gistirými sem verða viðbót við núverandi gististað í flokki II, teg. b fyrir samtals 66 gesti í 32 herbergjum í húsi nr. 4 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 17. september 2018. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018. Stækkun: 46,2 ferm., 82,2 rúmm. Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brautaholti 2 og 6 og Skipholti 1.3 og 5.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..