Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. desember 2015, vegna samþykktar borgarráðs frá 10. desember 2015 á svohljóðandi tillögu borgarstjóra: "Borgarráðs samþykkir að í samræmi við bréfaskipti borgarstjóra og forsætisráðherra verði lagt til við Minjastofnun að tvö hús á Stjórnarráðsreit verði friðuð: Gamla hæstaréttahúsið, hannað af Guðjóni Samúelssyni 1949, en í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs segir að mikilvæg sé að vernda stílhreint, klassískt yfirbragð byggingarinnar, sem er eitt besta dæmi þess stíls í Reykjavík. Hitt húsið, Sölvhólsgata 13, hannað af Einari Erlendssyni, verði einnig friðað. Í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs segir að það sé eitt fárra dæma um atvinnuhúsnæði sem var einkennandi fyrir svæðið áður, og hafi gildi þess aukist á þeim áratug sem liðinn er frá því síðustu húsakannanir og húsverndarhefti voru unnin en þar var ekki lagt til að húsin væru friðuð." Jafnframt var svohljóðandi tillaga borgarstjóra samþykkt: "Þá er lagt til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að endurskoða deiliskipulag Stjórnarráðsreits í samráði við lóðarhafa."