framkvæmdaleyfi
Sævarhöfði - Svarthöfði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 783
24. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 16. júlí 2020, um framkvæmdaleyfi vegna Sævarhöfða - Svarthöfða. Framkvæmdin felst í að útbúa göngustíg meðfram Sævarhöfða við Bryggjuhverfi og að Svarthöfða. Einnig tröppustíg á milli stígshluta, gönguþverun yfir frárein við Gullinbrú til móts við Naustabryggju, stígslýsingu og fullnaðarfrágang á lagnastæði yfir háspennulögn. Einnig lagðar fram teikningar Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. í júlí 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2020.
Svar

Framkvæmdaleyfi samþykkt skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2020
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2020 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.