breyting á deiliskipulagi
Skólavörðuholt
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 676
13. apríl, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
‹ 452104
451085
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 13. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðanna 21-27 (oddatölur) við Frakkastíg og nr. 2-20 (sléttar tölur) við Bergþórugötu. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja nýtt íbúðarhús á lóðunum nr. 10-12 sem einnig eru sameinaðar og nr.18. Afmarkaðar eru lóðir fyrir Frakkastíg 27 (Tækniskólinn) og 23a (Veitur) og settir skilmálar fyrir almennum og sérstökum heimildum á öðrum lóðum. Lagt fram að nýju ásamt uppdráttum A2f arkitekta dags. 8. desember 2017. Tillagan var auglýst frá 12. febrúar 2018 til og með 26. ars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingunn Gísladóttir og Grétar Guðmundsson dags. 5. mars 2018, Anna S. Haraldsdóttir f.h eigenda Bergþórugötu 8 dags. 19. mars 2018, Björn Atli Davíðsson dags. 19. mars 2018, Sigurjón Ernir Kárason og Sonja Guðlaugsdóttir dags. 25. mars 2018 og Hlynur Johnsen og Eva Huld Friðriksdóttir dags. 26. mars 2018.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102541 → skrá.is
Hnitnúmer: 10122404