Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2020 var lögð er fram fyrirspurn Evu Huldar Friðriksdóttur dags. 19. desember 2019 um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna Ingólfsgarðs sem felst í aukningu á byggingarmagni, stækkun á byggingarreit, hækkun á hámarkshæð leyfilegrar byggingar og að hluti annarrar hæðar skagi út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdr. teiknistofunnar
Stiku ehf.
dags. í desember 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2020.