skipulagslýsing
Suðurlandsvegur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 775
29. maí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 25. mars 2020 um framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi ásamt tengingum við núverandi vegakerfi og lengingu og breikkun á undirgöngum við Krókháls. Einnig er lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 26. mars 2020, útboðslýsing Eflu dags. í janúar 2020 og tillöguhefti - uppdrættir Eflu dags. í janúar 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagfulltrúa dags. 7. apríl 2020. Erindi var grenndarkynnt frá 19. maí 2020 til og með 16. júní 2020 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 26. maí 2020 er erindi nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2020.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2020 og með vísan til 3.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

110 Reykjavík
Landnúmer: 112538 → skrá.is
Hnitnúmer: 10099458