skipulagslýsing
Suðurlandsvegur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 874
23. júní, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram skipulagslýsing EFLU verkfræðistofu fh. umhverfis- og skipulagssvið, skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2022, um nýtt deiliskipulag Suðurlandsvegar, frá vegamótum við Bæjarháls að sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá, veghelgunarsvæða hans og gatnamóta á þessari leið. Vegagerðin áformar að í samvinnu við borgina að tvöfalda Suðurlandsveg og er markmið framkvæmdar að auka umferðaröryggi allra faramóta og tryggja greiðari leið umferðar um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur. Lagður verður 2+2 vegur, tengingum fækkað frá því sem nú er, þrenn mislæg vegamót, gerðir nýir reið-, hjóla- og göngustígar. Vegurinn verður lagður í allt að fimm áföngum og nær deiliskipulagið til fyrstu tveggja áfanganna.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs til afgreiðslu.

110 Reykjavík
Landnúmer: 112538 → skrá.is
Hnitnúmer: 10099458