breyting á deiliskipulagi
Reitur 1.172.2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 515
7. nóvember, 2014
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Lantan ehf. dags. 8. júlí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Klapparstíg og Grettisgötu vegna lóðanna nr. 34A og 36 við Laugaveg og nr. 17 við Grettisgötu. Í breytingunni felst hækkun nýbygginga að hluta um eina hæð, minnkun á byggingarreit kjallara til suðurs og gert ráð fyrir garði í stað friðaðra húsa sem gert var ráð fyrir á lóðinni við Grettisgötu 17 en flutt verða annað, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. í júlí 2014. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 17. júlí 2014. Tillagan var auglýst frá 18. september 2014 til og með 30. október 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Júlíus Kr. Magnússon dags. 9. september 2014 og 29. október 2014, Ari Oddsson ehf. dags. 6. október 2014, Haraldur Sigurðsson dags. 6. október og 20. október 2014, Árni Þórður Jónsson og Hallfríður María Pálsdóttir dags. 27. október 2014, Guðmundur Hannesson f.h. Fasteignafélagsins JS ehf. dags. 27. október 2014, Brynja Dögg Friðriksdóttir dags. 29. október 2014, Ágústa Axelsdóttir dags. 30. október 2014 og Verslun Guðsteins Eyjólfssonar dags. 30. október 2014.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.