framkvæmdaleyfi
Miklabraut vestan Kringlumýrarbrautar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 593
15. júlí, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lögð fram umsókn Veitna ohf. mótt. 2. maí 2016, um framkvæmdaleyfi vegna þverunar Miklubrautar vestan Kringlumýrarbrautar vegna endurnýjunar á vatnslögnum, samkv. meðfylgjandi teikningum Veitna ohf. , ódags. Einnig er lagt fram bréf Veitna ohf. , dags. 2. maí 2016. Einnig lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 8. júlí 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skrifstofu sviðstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli umsækjanda á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2. í Gjaldskrá
vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014. Greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis áður en leyfi er gefið út.