Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. september 2019 var lögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42 við Funafold. Í breytingunni felst að stækka núverandi leikskóla í Funafold og gera þar 6 deilda leikskóla auk einnar leikskóladeildar, stækka lóð leikskólans, fjölga bílastæðum, færa aðkomu að leikskólanum og færa til norðurs hjólastíg fyrir ofan núverandi lóðamörk, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. október 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til skipulags- og samgönguráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.