Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing, dagsett 22. júní 2022, vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Í tillögunni er gert ráð fyrir 2-5 hæða íbúðarbyggð, samfélagsþjónustu og annarri nærþjónustu. Lýsingin var kynnt frá 19. júlí 2022 til og með 31. ágúst 2022. Eftirtaldir sendu ábendingu/umsögn: Minjastofnunar Íslands dags. 22 ágúst 2022, Skipulagsstofn dags. 25. ágúst 2022, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 25. ágúst 2022, Braga Stefaný Mileris og Steinar Orri Hafþórsson dags. 26. ágúst 2022, sameiginleg umsögn Sævars Arnar Magnússonar, Eddu Sveinbjörnsdóttur, Karólínu Þ. Guðnadóttur, Heimis Ásþórs Heimissonar, Hafdísar Erlu Bogadóttur, Birnu Karenar Bjarkadóttur, Maksyms Alexanderssonar, Einars Ástvalds Sigurðssonar, Láru Óskar Albertsdóttur, Reynis Ara Þórssonar, Ragnhildar Þórðardóttur, Eydísar Önnu Björnsdótturdags. 28. ágúst 2022 og Veitur ohf. dags. 31. ágúst 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verlefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. september 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.