Viðbygging/hæð
Básendi 2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 849
10. desember, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. desember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. nóvember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að hækka rishæð og innrétta stækkun íbúðar á 1. hæð, gera svalir á 1. hæð og klæða að utan með lerki einbýlishús á lóð nr. 2 við Básenda. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2018. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. maí 2021 fylgir erindi, ásamt bréfi skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2021. Stækkun: 83,8 ferm., xx rúmm. Eftir stækkun: 239,4 ferm., 681,2 rúmm. Gjald kr. 12.100
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Tunguveg 1 og 3, Básenda 1 og 4 og Ásenda 3, 5, og 7 þegar skuggavarpsuppdrættir berast.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108382 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006893