breyting á skilmálum deiliskipulags
Hverfisgata 123
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 649
14. september, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2017 var lögð fram fyrirspurn Helga Hafliðasonar, mótt. 21. ágúst 2017, ásamt greinargerð, dags. 16. ágúst 2017, um að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 123 við Hverfisgötu sem felst í að hækka húsið á lóð nr. 123 við Hverfisgötu, hækka byggingu á baklóð um eina hæð og gera svalir götumegin, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar, dags. 16. ágúst 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2017.
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2017, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.