Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. nóvember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. nóvember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja mhl. 02, sem er 7 hæða steinsteypt fjölbýlishús með 44 íbúðum á bílakjallara á lóð nr. 64 við Vesturgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 8. nóvember 2021. Stærð, A-rými: 5.473,9 ferm., 17.516,4 rúmm.
B-rými: 236,8 ferm. Samtals: 5.710,7 ferm. Gjald kr. 12.100