Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 10. janúar 2022 um uppbyggingu á lóð nr. 64 við Vesturgötu, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt tölvupósti hönnuðar dags. 31. mars 2022, hæðarblaði dags. 4. mars 2020, hæðarkótum THG arkitekta ehf. mótt. 31. mars 2022 og yfirliti yfir íbúðarskiptingu mótt. 31. mars 2022. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2022.