Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Bjarnasonar dags. 21. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðarinnar nr. 16 við Skólavörðustíg. Í breytingunni felst að loka porti suðvestan til í húsinu og nýta undir m.a. stigahús. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur ehf. dags. 4. maí 2018. Einnig er lagt fram bréf slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ódags og bréf Hafdísar Perlu Hafsteinsdóttur dags. 1. ágúst 2018 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. júlí 2018 til og með 17. ágúst 218. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Haraldur Hauksson og Sigrún Kristjánsdóttir dags. 3. ágúst 2018, Reinhold Þorvaldur Kristjánsson dags. 3. ágúst 2018, Sólveig Pétursdóttir dags. 3. ágúst 2018 og Hafdís Perla Hafsteinsdóttir dags. 4. ágúst 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2018 og er nú lagt fram að nýju.