(fsp) breyta geymslum/vinnustofum í studíóíbúðir
Lindargata 28-32
Síðast Synjað á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 339
25. febrúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Guðbjarts K. Ingibergssonar dags. 22. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 28-32 við Lindargötu. Í Breytingunni felst að lóðirnar verði sameinaðar, byggingarreitur meðfram Lindargötu fyrir þriggja hæða hús með risi verði breikkaður úr 10 í 12 metra, á innri lóðarhluta verði gert ráð fyrir auknum byggingarreit fyrir fjögurra hæða byggingu með risi og undir allri lóðinni verður bílastæðakjallari auk rýmis fyrir geymslur, stiga og lyftur, samkvæmt uppdrætti Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 21. febrúar 2011.
Svar

Vísað til skipulagsráðs.