Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 31. júlí 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 28. júlí 2015. Sótt er um leyfi til að stækka kjallara til vesturs að lóðarmörkum og stækka þannig salinn, komið verður fyrir verönd á þaki kjallaraviðbyggingar og komið er fyrir sorpgeymslu í rými 0104 sem er undirgöng með kvöð um gönguleið í húsinu á lóð nr. 26 við Klapparstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2015.
Óundirritað samþykki lóðahafa fyrir breytingu á gönguleiðum í undirgangi Klapparstígs 26 dags. 10. júlí 2015 fylgir. Stækkun húss er: XX ferm., XX rúmm.