(fsp) stækkun húss o.fl.
Dvergshöfði 27
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 753
29. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. október 2019 var lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 10. september 2019 um stækkun atvinnuhúsnæðis að Dverghöfða 27 sem felst í að hækka húsið um eina til tvær hæðir fyrir skrifstofur en áfram verða iðnaðar-, verslunar- og þjónusturými á jarðhæð og í kjallara, byggja yfir bílstæði á baklóð og gera garð ofan á nýrri plötu ásamt fleiri stæðum, en innkeyrsla að þeim verður frá Dvergshöfða þar sem keyrt er undir hluta hússins á suðvesturhorni þess, samkvæmt tillögu Arkþing ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2019.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2019 samþykkt.

110 Reykjavík
Landnúmer: 110622 → skrá.is
Hnitnúmer: 10000635