breyting á deiliskipulagi
Úlfarsárdalur, reitur E
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 847
26. nóvember, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt er fram bréf Landsnets dags. 16. nóvember 2021 varðandi ósk um endurnýjun á áður útgefnu framkvæmdaleyfi vegna lagningar 132 kV háspennustrengja. Um er að ræða lokafrágang á lagnaleið á röri undir Vesturlandsvegi að nýju tengivirki við Korpu. Lagnaleið er um 170-190 m og er áætlað að bora undir veginn árið 2022 en grafa frá hitaveitustokki að Vesturlandsvegi og innan tengivirkislóðar árið 2023 og leggja strenginn. Skurðarsnið og lagnaleið er nánast óbreytt frá fyrra framkvæmdaleyfi. Lagt fram að nýju ásamt bréfi Landsnets dags. 16. nóvember 2021 um endurnýjun á framkvæmdaleyfi. Einnig er lagt fram leyfi Vegagerðarinnar dags. 1. nóvember 2021 fyrir borun undir Vesturlandsveg og lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis dags. í maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2021.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2021.
Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.3 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.